Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er svipaður og Maurizio Sarri, fyrrum stjóri Chelsea og núverandi stjóri Lazio.
Þetta segir Jorginho, leikmaður Arsenal, en hann vann með Sarri hjá bæði Napoli og síðar Chelsea.
Jorginho gekk í raðir Arsenal í janúar frá Chelsea og hefur heillast verulega af þjálfara sínum hingað til.
,,Arteta minnir mig svolítið á Sarri. Ég er vanur að vinna með stjóra sem horfir í öll smáatriði,“ sagði Jorginho.
,,Að mínu mati þá eru það smáatriðin sem skilja góðu liðin að frá þeim sigursælu. Ég er 100 prósent viss um að hann pæli mikið í smáatriðunum.“
,,Ég hef verið hér í stuttan tíma en ég er viss um að ég læri eitthvað nýtt á hverjum degi.“