Real Madrid mistókst að vinna heimaleik sinn á Spáni í kvöld gegn grönnunum í Atletico Madrid.
Real kom sjóðandi heitt til leiks en liðið vann Liverpool 5-2 í Meistaradeildinni í vikunni.
Tíu menn Atletico tóku forystuna í kvöld en Jose Gimenez skoraði eftir 78 mínútur.
Angel Correa var rekinn af velli á 64. mínútu og komust gestirnir því óvænt yfir með tíu leikmenn innanborðs.*
Hinn 18 ára Alvaro Rodriguez sá hins vegar um að jafna metin fyrir Real en hann gerði sitt mark á 85. mínútu.
Stigið gerir ekki mikið fyrir Real sem er sjö stigum á eftir toppliði Barcelona.