Bukayo Saka kantmaður Arsenal er að framlengja samning sinn við félagið og mun fá um 200 þúsund pund á viku.
Kantmaðurinn knái hefur lengi átt í viðræðum við félagið um nýjan samning og samkomulag er í höfn.
„Þegar þetta er klárt þá get ég talað meira en við höfum verið að reyna að framlengja við okkar bestu leikmenn, þegar þetta er klárt þá eru það frábær tíðindi,“ sagði Mikel Arteta stjóri liðsins.
Arteta greindi frá því að Thomas Partey miðjumaður liðsins ætti góðan möguleika á að spila gegn Leicester á útivelli á morgun.
Partey hefur misst af síðustu tveimur deildarleikjum Arsenal en hann er afar mikilvægur leikmaður fyrir topplið ensku úrvalsdeildarinnar.