Alex Oxlade-Chamberlain gæti fengið nýja líflínu á ferli sínum á næstu dögum og yfirgefið Liverpool.
Fjölmiðlar í Tyrklandi segja frá því að Fenerbache hafi áhuga á að kaupa enska miðjumanninn.
Liverpool keypti Chamberlain á 33,4 milljónir punda sumarið 2017 en meiðsli hafa hamlað framgangi hans á Anfield.
Samningur Chamberlain við Liverpool er á enda í sumar og ljóst að enska félagið mun ekki bjóða honum nýjan samning.
Félagaskiptaglugginn í Tyrklandi lokar í næstu viku og vill félagið skoða þann möguleika að borga litla upphæð og tryggja sér krafta Chamberlain strax.
Chamberlain er 29 ára gamall en hann hefur einnig verið orðaður við önnur lið á Englandi.