Toni Kroos miðjumaður Real Madrid hefur ekki tekið ákvörðun um framtíð sína en samningur hans við þýska liðið er á enda í sumar.
„Ég er að hugsa um hvað ég geri á næsta tímabili,“ segir Kroos.
Kroos er 33 ára gamall og hefur átt afar farsælan feril í Madríd en áður var hann leikmaður FC Bayern.
„Ég er í samtali við klúbbinn, reynsla mín segir mér að það sé best að ræða ekki þessa hluti út á við.“
„Það er margt sem spilar inn í, það er ekki langt í ákvörðun. Núna er ekki nein ákvörðun, við erum róleg því báðir aðilar gera ekki neina vitleysu. Ég er mjög rólegur.“