Tveir leikir voru á dagskrá í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. RB Leipzig og Manchester City gerðu jafntefli í Þýskalandi á meðan að Inter Milan vann góðan sigur á Porto á heimavelli.
Riyad Mahrez kom Manchester City yfir með fyrsta marki leiksins
Josko Gvardiol jafnaði hins vegar metin fyrir heimamenn með marki á 70. mínútu eftir stoðsendingu frá Marcel Halstenberg.
Reyndist það lokamark leiksins og standa liðin því jöfn að vígi fyrir seinni leikinn sem fer fram á Etihad leikvanginum í Manchester.
Í hinum leik kvöldsins bar Inter Milan sigurorðið gegn FC Porto. Sigurmark leiksins skoraði belgíski framherjinn Romelu Lukaku.