Belle Silva eiginkona Thiago Silva varnarmanns Chelsea er þekkt fyrir það á Englandi að láta allt og alla heyra það.
Belle er vön því að hrauna yfir stuðningsmenn Chelsea þegar eitthvað bjátar á.
Gengi Chelsea undanfarnar vikur hefur verið arfaslakt síðustu vikur og Graham Potter stjóri liðsins í klandri.
Belle ákvað að líka við Twitter færslu þar sem Potter er líkt við „dauðann“ þjálfara sem kunni ekkert á taktík.
Þá segir í færslunni sem Belle vildi líka við að Potter væri líklega enn að hugsa eins og þjálfari Brighton.