Todd Boehly eigandi Chelsea hefur gengið um götur bæjarins og keypt allt það sem hann vill. Boehly eignaðist Chelsea síðasta sumar og hefur eytt yfir 500 milljónum punda í leikmenn.
Gengi Chelsea hefur verið arfaslakt á þessu tímabili en Boehly ákvað í upphafi tímabils rekið Thomas Tuchel og ráðið Graham Potter í hans starf.
Chelsea er um miðja deild og öll þessi eyðsla gæti orðið erfið fyrir bókhaldið ef Chelsea mistekst að ná Meistaradeildarsæti. Boehly var ekki meðvitaður um það að Chelsea væri ekki áskrift af því sæti ef marka má nýjustu tíðindi.
Todd Boehly has a reputation as a clueless yank. The Chelsea owner once asked his manager to field 12 players in a rare 4-4-3 formation.
But when it comes to the business side, he’s got it all worked out… right?
Chelsea fans, stop reading now… pic.twitter.com/XJDsqsBWwO
— The Upshot (@UpshotTowers) February 18, 2023
Á fundi á dögunum með umboðsmanni leikmanns þá var Boehly spurður að því hvernig hann ætlaði að fá þessa fjármuni til baka.
Boehly sagðist nú ekki hafa áhyggjur af því því Chelsea væri með öruggt sæti í Meistaradeildinni á hverju áru og svo væru sjónvarpssamningar góðir.
Þögn sló á salinn enda vita flestir að ekkert félag á öruggt sæti í Meistaradeildina, aðeins efstu fjögur liðin í ensku úrvalsdeildinni fá miða í Meistaradeildina að ári.
Einn umboðsmaðurinn hóf að útskýra þetta fyrir Boehly sem þagnaði en sagði. „Það er bull, við erum með á hverju ári,“ sagði Boehly en yfirgaf fundinn skömmu síðar.
After consulting his team, he returned a few minutes later and admitted he’d got it wrong.
Whoops.
(Credit to @popbitch for that story). pic.twitter.com/TXX7DEWOZD
— The Upshot (@UpshotTowers) February 18, 2023
Skömmu síðar snéri Boehly aftur á fundinn og játaði mistök en umboðsmaðurinn benti Boehly á að líklega væri Chelsea ekki á leið í Meistaradeildina að ári.
Þetta er ekki eina klúður Boehly eftir að hann eignaðist Chelsea en hann vildi spila 4-4-3 kerfið þegar Thomas Tuchel tók við. En aðeins ellefu leikmenn geta byrjað fótboltaleik en ekki tólf eins og Boehly vildi.