Zinedine Zidane er hvergi nærri hættur í þjálfun.
Zidane náði stórkostlegum árangri sem stjóri Real Madrid en hefur ekki stýrt fleiri liðum.
Frakkinn vann Meistaradeild Evrópu til að mynda í þrígang í Madríd.
„Það er nægur tími eins og er. Ég veit að ég vil þjálfa aftur,“ segir Zidane.
Hann hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Paris Saint-Germain. Starf Christophe Galtier gæti verið í hættu þar og er franska stórveldið sagt horfa til Zidane.
„Kannski hef ég tíma þar til í júní en hlutirnir gerast mjög hratt. Að byrja aftur að þjálfa er eitthvað sem ég vil mikið.“