Í dag rennur út frestur fyrir hugsanlega nýja eigendur Manchester United til að leggja fram tilboð í félagið í einhvers konar formi.
Glazer-fjölskyldan hyggst selja félagið og verður ljóst í dag hverjir gætu raunverulega eignast félagið. Fresturinn rennur út klukkan 22 í kvöld. Það er ekki þar með sagt að United muni fá nýja eigendur inn fyrir þann tíma. Áhugasamir þurfa hins vegar að leggja fram tilboð.
Meira
Fresturinn að renna út: Sádar sýna Manchester United nú áhuga – Staðan útskýrð
Sir Jim Ratcliffe er sá sem hefur sýnt hvað mestan áhuga á að kaupa United. Hann hefur þegar lagt fram tilboð. Ratcliffe er ríkasti maður Bretlands og á þegar Nice í Frakklandi. Milljarðamæringurinn hefur stutt United allt sitt líf.
Þá hafa Katarar sýnt United áhuga sömuleiðis. Þeirra afstaða er hins vegar óljósari.
Í gær bárust þá fréttir af því að Sádi-Arabar ætluðu að gera tilboð í United.
The Athletic setti af stað könnun þar sem stuðningsmenn United voru meðal annars spurðir út í það hvern þeir vildu sjá kaupa félagið.
Þar var Ratcliffe með mikinn meirihluta eða 66%.
Þar á eftir voru Katarar, en niðurstöðurnar má sjá hér að neðan.