Al-Nassr í Sádi-Arabíu hefur mikinn áhuga á Sergio Busquets hjá Barcelona og sækist eftir því að fá kappann í sumar.
Samningur hins 34 ára gamla Busquets er að renna út í sumar og getur hann farið frítt frá Börsungum.
Inter Miami hefur einnig mikinn áhuga á honum og gæti veitt Al-Nassr samkeppni.
Sjálfur hefur Busquets hins vegar ekki ákveðið hvort hann vilji framlengja við Barcelona eða prófa nýja áskorun.
Busquets hefur leikið allan sinn feril með Barcelona.
Al Nassr have approached Sergio Busquets for June as potential target, after MLS clubs already trying months ago including Inter Miami 🇪🇸 #transfers
Busquets has to decide whether he wants to stay and continue at Barcelona or try new chapter in another country. pic.twitter.com/z4k4DlH7fJ
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 17, 2023