Mikel Arteta stjóri Arsenal, er ekki viss um hvenær Thomas Partey snýr aftur á fótboltavöllinn.
Partey var ekki með Skyttunum í stórleiknum gegn Manchester City í gær vegna meiðsla. Ekki er talið að um alvarleg meiðsli sé að ræða.
„Við vitum ekki hvenær hann snýr aftur. Þetta gerist, þetta er hluti af fótboltanum,“ segir Arteta.
Jorginho kom inn í lið Arsenal í gærkvöldi fyrir Partey. Hann átti flottan leik en það dugði ekki til. City vann 1-3 og tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar.
„Mér fannst Jorgi eiga góðan leik.“
Arteta segir að fólk verði að bíða og sjá með Partey.
„Við munum þurfa að skoða Tommy (Partey) til að sjá hversu slæm staðan er.“