Ofurtölvan öfluga hefur spáð fyrir um lokaútkomu ensku úrvalsdeildarinnar með útreikningum sínum.
Tölvan stokkaði spilin eftir 1-3 tap Arsenal gegn Manchester City í stórleik gærdagsins.
Í fyrsta sinn í nokkurn tíma spáir tölvan því að Arsenal verði ekki Englandsmeistari, heldur muni liðið hafna í öðru sæti, 2 stigum á eftir City sem ver titilinn.
City á 62% líkur á að verða meistari en Arsenal 34%. Líkur Manchester United eru 2%.
Samkvæmt tölvunni missa Chelsea, Liverpool og Tottenham öll af Meistaradeildarsæti, á meðan Newcastle fylgir City, Arsenal og United í keppnina sem allir sækjast eftir.
Everton, Bournemouth og Southampton munu falla.