Stuðningsmenn Tottenham eru allt annað en sáttir með Cristian Romero eftir varnarleik hans í marki AC Milan er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í gær.
Um fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum var að ræða.
Heimamenn fengu draumabyrjun þegar Brahim Diaz skoraði á 7. mínútu. Romero leit ekki vel út í aðdraganda marksins.
Fyrri hálfleikur var fremur jafn og gerðu gestirnir frá Englandi sig líklega til að skora þegar leið á hann.
Milan leiddi hins vegar í hálfleik.
Heimamenn fengu betri tækifæri til að skora í seinni hálfleik. Meira var þó ekki skorað í leiknum.
Seinni leikurinn fer fram í London eftir þrjár vikur.
Með því að smella hér má sjá mark Diaz og dapran varnarleik Romero.