Sænska knattspyrnugoðsögnin Zlatan Ibrahimovic spilaði við hlið sonar síns, Maximiliano Ibrahimovic, á æfingu með yngra liði AC Milan í dag.
Ibrahimovic eldri hefur verið frá í um átta mánuði vegna hnémeiðsla en er nú að komast á fínt skrið á nýjan leik.
Hluti af endurhæfingu hans felst í því að koma upp leikformi hans og því fékk þessi 41 árs gamli framherji að spreita sig með undir 18 ára liði AC Milan á dögunum.
Í liðinu mátti finna 16 ára gamlan son hans, Maximiliano, og mátti sjá þá feðga sprikla saman á myndbandi sem AC Milan birtir á samfélagsmiðlum.
𝘔𝘢𝘹𝘪 Ibra presence ❤️🖤#SempreMilan pic.twitter.com/kwQ6vLQFbx
— AC Milan (@acmilan) February 15, 2023