fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Manchester City hirti stigin þrjú og tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á Arsenal

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 21:28

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir toppslag kvöldsins þar sem liðið vann 3-1 útisigur á Arsenal.

Fyrsta mark leiksins kom á 26. mínútu og á rætur sínar í skelfilegum mistökum Tomiyasu, hægri-bakverði Arsenal.

Tomiyasu fékk boltann úti á hægri kanti vallarhelmings Arsenal, hann á síðan arfaslaka sendingu til baka í áttina að Aaron Ramsdale, sendingu sem Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City komst inn í og kom í netið.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 43. mínútu.

Það var  á 42. mínútu sem Anthony Taylor, dómari leiksins, benti á vítaspyrnupunktinn og dæmdi brot á Ederson, markvörð Manchester City, sem hann tali hafa brotið á Eddie Nketiah, sóknarmanni Arsenal eftir að hann skaut í átt að marki.

Það var enski landsliðsmaðurinn Bukayo Saka sem steig á vítapunktinn fyrir Arsenal og skoraði af miklu öryggi fram hjá Ederson í markinu. Staðan því 1-1 og reyndist þetta lokamark fyrri hálfleiksins.

Á 56. mínútu leiksins dró svo aftur til tíðinda í leiknum þegar að Gabriel, miðvörður Arsenal gerðist brotlegur innan vítateigs er hann tosaði Erling Haaland niður.

Anthony Taylor, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu en við nánari skoðun kom í ljós að Haaland var rangstæður í aðdraganda brotsins og því dómurinn afturkallaður.

Það dró þó til tíðinda á 72. mínútu þegar að boltinn barst út að vinstra horni vítateigs Arsenal eftir flott samspil Haaland og Gundogan. Þar var Jack Grealish réttur maður á réttum stað og kom boltanum fram hjá Aaron Ramsdale í marki Arsenal með smá viðkomu í Tomiyasu. Staðan því orðin 2-1 City í vil.

Það kom síðan í hlut hins norska Erling Braut Haaland að gera endanlega út um möguleika Arsenal í leiknum, hann bætti við þriðja marki Manchester City á 82. mínútu.

Þetta reyndist lokamark leiksins sem endaði með 3-1 sigri Manchester City. Þeir hirða toppsætið af Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og sitja í því með sama stigafjölda og lærisveinar Mikel Arteta en betri markatölu.

Arsenal situr í 2. sæti en á leik til góða á Manchester City.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“