Marcel Sabitzer miðjumaður Manchester United fær ekki að ferðast með liðinu til Spánar á morgun fyrir leik gegn Barcelona.
United og Barcelona mætast í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni á fimmtudag.
Sabitzer sem er í láni frá FC Bayern fékk þrjú gul spjöld í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Sabitzer tekur það bann með sér til Manchester United og getur því ekki ferðast til Spánar í fyrri leikinn.
Sabitzer hefur átt fína spretti í undanförnum leikjum en Casemiro sem verið hefur í banni í deildinni getur tekið þátt í leiknum.