Enska stórveldið Liverpool skorar á það að ræða málefnin á opinskáan hátt þegar kemur að því að fara yfir það sem fór úrskeiðis í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð.
Skipulagið fyrir utan völlinn í París var lélegt og skapaðist ófremdarástand, fólk án miða mætti á svæðið og fór lögreglan að beita táragasi.
Leiknum var seinkað vegna málsins en í úttekt um málið kemur fram að ábyrgð UEFA sé gríðarleg.
„Við skorum á UEFA að fylgja þeim fyrirmælum sem óháða nefndin tekur til. Það þarf að tryggja öryggi allra sem mæti á leiki UEFA,“ segir í yfirlýsingu Liverpool.
Liverpool tapaði úrslitaleiknum gegn Real Madrid en í upphafi leiks vantaði fjölda stuðningsmanna Liverpool í stúkuna.