Það stendur mjög tæpt að Erling Haaland geti spilað gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudag.
Haaland fór meiddur af velli gegn Aston Villa í ensku deildinni í gær en hann hafði þá lagt upp eitt mark í 3-1 sigri.
Haaland fékk högg seint í fyrri hálfleik og fór af velli í hálfleik en City getur náð toppsætinu á miðvikudag með sigri.
Líklegt er að Julian Alavarez sem leiddi framlínu Argentínu á HM í Katar taki stöðu Haaland, verði hann fjarverandi.
City kemst á topp deildarinnar með sigri sem væri ansi stórt skref en Arsenal getur á sama tíma búið sér til myndarlegt, sex stiga forskot með sigri.