Stuðningsmenn Wrexham í ensku fimmtu deildinni fengu óvæntan glaðning fyrir leik gegn Wealdstone.
Enginn annar en Will Ferrell var mættur á barinn ásamt stuðningsmönnum fyrir leik en það er maður sem flestir kannast við.
Ferrell hefur gert það gott sem leikari í mörg ár en hann þekkir eigendur Wrexham þá Ryan Reynolds og Rob McElhenney sem starfa í sama bransa.
Mynd af Ferrell ásamt stuðningsmönnum Wrexham hefur vakið töluverða athygli en hann er sjálfur mikill knattspyrnuaðdáandi.
Myndina umtöluðu má sjá hér.