Southampton er búið að reka stjóra sinn Nathan Jones eftir slæmt gengi undanfarnar vikur.
Þetta hefur félagið staðfest en Jones tók við Southampton fyrr á tímabilinu og var búist við miklu.
Jones entist aðeins þrjá mánuði í starfi hjá Southampton og er liðið í neðsta sæti ensku deildarinnar.
Southampton tapaði 2-1 gegn Wolves í gær og þá gegn tíu mönnum eftir að hafa komist yfir.
Það var hart baulað á liðið eftir tap gærdagsins á heimavelli og ljóst að Jones var ekki lengur velkominn á meðal stuðningsmanna.