Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni leggur mikla áherslu á það að krækja í Hólmbert Aron Friðjónsson frá Holstein Kiel í Þýskalandi.
Sænskir miðlar segja frá en þar segir að Hólmbert sé efstur á óskalista Hamamrby fyrir komandi tímabil.
Hólmbert var á láni hjá Lilleström á síðustu leiktíð og kom að átta mörkum í átta byrjunarliðsleikjum.
Hann hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Holstein Kiel eftir að félagið keypti hann frá Brescia í Ítalíu.
Hólmbert hefur farið víða á atvinnumannaferli sínum en hann hefur spilað í Noregi, Danmörku og Skotlandi. Þá hefur hann spilað með Fram, KR og Stjörnunni hér heima en hann er uppalinn í HK.
Hólmbert verður þrítugur síðar á þessu ári en nú gæti hann tekið skrefið í stórlið Hammarby.
Jón Guðni Fjóluson er í herbúðum Hammarby en mun ekkert spila á þessu tímabili vegna meiðsla.