fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Stoltur af endurkomu Sancho eftir andlega erfiðleika

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 08:41

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag stjóri Manchester United fagnar endurkomu Jadon Sancho í liðið en hann bjargaði stigi gegn Leeds i ensku úrvalsdeildinni í gær.

Um var að ræða fyrsta deildarleik Sancho frá því í október, kappinn hefur glímt við andlega erfiðleika sem hafði áhrif á líkamlega þáttinn.

Sancho fékk frí frá æfingum United og fór að vinna í sjálfum sér í Hollandi til að reyna að ná fyrri styrk.

„Hann er mættur aftur, ég er stoltur af honum. Ég styð hann, þjálfarateymið styður hann og leikmennirnir gera það líka. Núna þarf hann að gera það sjálfur líka,“ sagði Ten Hag.

„Þetta er í hans höndum, ef hann vill það þá getur hann það. Ég nýt þess að horfa á hann spila svona, með sjálfstraust og trú.“

„Við vitum vel að hann er magnaður leikmaður, hann á að geta haft áhrif í öllum leikjum. Hann þarf að leggja mikið á sig, það mun verða til þess að hann vill meira. Ég hafði gaman af þessu, sérstaklega fyrir hann. Þetta mun styrkja hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Haaland snýr aftur

Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“
433Sport
Í gær

Breyting á tveimur leikjum í Bestu deildinni

Breyting á tveimur leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“
433Sport
Í gær

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks
433Sport
Í gær

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid