Bayern Munchen hefur ráðið Michael Rechner til sín sem markvarðaþjálfara. Hann kemur frá Hoffenheim.
Rechner er 42 ára gamall og tekur við starfinu af Toni Tapalovic, sem var látinn fara á dögunum.
Michael Rechner has joined #FCBayern as goalkeeping coach ✍️
— FC Bayern Munich (@FCBayernEN) February 8, 2023
Mikið fjaðrafok var eftir brotthvarf Tapalovic, aðallega vegna Manuel Neuer, markvarðar Bayern.
Tapalovic og Neuer eru miklir vinir og var sá fyrrnefndi til að mynda svaramaður í brúðkaupi markvarðarins.
Talið er að Julian Naglesman, stjóri Bayern, hafi viljað losna við Tapalovic þar sem upplýsingar væru stöðugt að leka úr búningsklefanum.
Neuer lét Bayern heyra það í viðtali í kjölfarið.
Meira
Goðsögnin lætur Neuer fá það óþvegið eftir nýjasta athæfi hans