Ronal Koeman þjálfari hollenska landsliðsins telur að Cody Gakpo hefði mögulega átt að bíða aðeins með skref sitt til Liverpool.
Liverpool keypti Gakpo frá PSV á 37 milljónir punda í sumar en hollenski framherjinn hefur ekki sýnt neina takta.
Liverpool hefur gengið illa eftir komu Gakpo og aðeins sótt eitt stig í ensku úrvalsdeildinni á nýju ári. Gakpo er 23 ára gamall og hefur ekki náð að skora eða leggja upp.
„Það eru miklu meiri gæði í Englandi en í Hollandi, þetta er erfitt fyrir unga menn. Við sjáum það með Ryan Gravenberch hjá Bayern þar sem hann spilar lítið,“ segir Koeman.
„Gakpo fór í lið sem gengur ekki vel, þá verður þetta miklu erfiðara sem nýr leikmaður. Þú ferð strax í djúpu laugina.“
„Ef þú skorar ekki eða hjálpar liðinu ekki að vinna, þá er þetta strax erfitt. EF hann væri 28 ára þá tæki hann þessu öðruvísi.“