Samkvæmt frétt hjá TeamTalk gæti Arsenal þurft að hafa mikið fyrir því að fá Moises Caicedo miðjumann Brighton næsta sumar.
Arsenal bauð 60 milljónir punda í Caicedo í janúar en Brighton hafnaði tilboðinu. Miðjumaðurinn reyndi allt til þess að losna en náði því ekki.
TeamTalk segir frá því að Liverpool skoði nú þann kost að kaupa Caicedo í sumar. Miðjusvæði Liverpool vantar nauðsynlega liðsstyrk.
Caicedo er 21 árs gamall og kemur frá Ekvador, hann hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu í liði Brighton.
Chelsea hefur einnig skoðað Caicedo en nú virðist Liverpool ætla að setja allt á fullt til þess að krækja í miðjumanninn knáa.