Tottenham á von á því að Antonio Conte fljúgi aftur til Englands í dag eftir að hafa farið undir hnífinn á Ítalíu.
Conte fór í aðgerð vegna vandræða í gallblöðru en aðgerðin var framkvæmd í síðustu viku.
Conte var fjarverandi þegar Tottenham vann sigur á Manchester City á sunnudag en fylgdist vel með leiknum.
Conte kemur til Bretlands í dag og gæti farið að skipta sér af æfingum Tottenham á morgun.
Tottenham er á leið í fjölda leikja en liðið berst um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári og er í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar núna.