Antony kantmaður Manchester United er meiddur og verður ekki með liðinu gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni á morgun.
Antony bætist þar í hóp Anthony Martial og Scott McTominay sem verða áfram fjarverandi á morgun.
Martial hefur misst af 21 af 35 leikjum United á þessu tímabili.
„Antony er ekki með á morgun, við þurfum að leysa það,“ segir Erik ten Hag stjóri Manchester United um stöðu mála.
Þetta gæti opnað dyrnar fyrir Jadon Sancho sem er mættur aftur en hann hefur ekki byrjað leik frá 22 október.
Þá eru Donny van De Beek og Christian Eriksen lengi frá og Casemiro tekur út leikbann gegn Leeds á morgun.