Jamie Carragher sérfræðingur Sky Sports segir að Erling Haaland hafi líklega valið vitlaust lið þegar hann valdi Manchester City.
City spilar ekki þann fótbolta sem hentar Haaland best að mati Guardiola. Haaland hefur skorað 25 deildarmörk en City hefur skorað 53 mörk í 21 leik, sama fjölda og á síðasta ári. Liðið er hins vegar að fá á sig miklu fleiri mörk.
„Ég hef haft þessa skoðun allt tímabilið, ég held að við séum bara að sjá 60 prósent af Haaland,“ sagði Carraghar eftir tap City gegn Tottenham í gær.
„Þú hugsar um fyrsta markið hans á tímabilinu gegn West Ham, svæðið sem hann hleypur í fyrir aftan vörnina. Hann tekur hlaupið, þannig spilar City ekki. Hann kemur frá Dortmund sem spilaði skyndisóknarfótbolta. Við sjáum ekki hraðann hans nýtast, hann gæti hafa valið vitlaust félag til að ná því besta fram úr sér.“
„Þú getur sagt að þeir séu öðruvísi lið en hafa skorað sama fjölda af mörkum. Hann hefur skorað 25 mörk en City er með jafn mörg mörk skoruð en hafa fengið fleiri á sig. Það er auðveldara að sækja hratt á liðið.“
„Þeir eru minna lið með Haaland í því, en það er ekki honum að kenna.“