Helgi Sigurðsson, þjálfari karlaliðs Grindavíkur sem leikur í Lengjudeildinni segist ekki hafa haft samband við bolvíska framherjann Andra Rúnar Bjarnason sem er nú án félags eftir að hafa yfirgefið herbúðir ÍBV.
Þjálfarinn knái, sem tók við Grindavík eftir síðasta tímabil, er gestur í þættinum 433.is sem er á dagskrá Hringbrautar í kvöld klukkan 20:00.
Í þættinum var hann spurður út í möguleikann á því að Grindvíkingar fái Andra Rúnar til liðs við sig.
„Allavegana hef ég ekki haft samband við hann. Þetta er frábært leikmaður sem hefur þó átt við meiðsli að stríða, ég veit ekki hvernig standið á honum er varðandi það. Eins og staðan er núna erum við að leita að framherja erlendis. Hvort að Andri Rúnar komi eða ekki er eitthvað sem ég get sagt til um, það er allavega ekkert sem er alvarlega í umræðunni núna.“
Andri Rúnar var á sínum tíma á mála hjá Grindavík og átti meðal annars frábært tímabil með liðinu í efstu deild árið 2017 þar sem hann skoraði 19 mörk fyrir liðið í 22 leikjum. Forvitnilegt verður að sjá hvert næsta skref hans á ferlinum verður.
Þátturinn 433.is er á dagskrá Hringbrautar í kvöld og hefst klukkan 20:00