Patrick Vieira, stjóri Crystal Palace, vildi lítið tjá sig í gær eftir leik liðsins við Manchester United sem tapaðist 2-1.
Umdeild atvik komu upp í leiknum en miðjumaðurinn Casemiro var rekinn af velli er 20 mínútur voru eftir fyrir hálstak.
Casemiro var sá eini til að fá rauða spjaldið en Jordan Ayew, leikmaður Palace, var heppinn að fá ekki sömu refsingu fyrir svipað brot.
Vieira óttaðist refsingu eftir leik ef hann myndi tjá sig og hafði ekki mikið að segja.
,,Ég var of langt í burtu og ég vil ekki blanda mér í þessa umræðu,“ sagði Vieira við BBC Sport.
,,Ég vil ekki fá sekt eða þá vera dæmdur í bann svo ég mun bara bíða eftir næstu spurningunni.“