Manchester City þarf á sigri að halda í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætir Tottenham.
Englandsmeistararnir geta minnkað forskot Arsenal niður í tvö stig með sigri og stett alvöru pressu á toppliðið.
Tottenham getur a ð sama skapi komist upp að hlið Newcastle í fjórða sæti deildarinnar en liðið er í harðri Meistaradeildarbaráttu.
Hér má sjá byrjunarliðin í kvöld.
Tottenham: Lloris, Emerson, Romero, Dier, Davies, Perisic, Hojbjerg, Bentancur, Kulusevski, Kane, Son
Manchester City: Ederson, Walker, Akanji, Ake, Lewis, Rodri, Silva, Grealish, Mahrez, Haaland, Alvarez