Stjórnarformenn Benfica og Chelsea voru nálægt því að slást er þeir ræddu félagaskipti miðjumannsins Enzo Fernandez.
Chelsea reyndi og reyndi allan janúar að semja við Enzo en það gekk upp að lokum, á lokadegi félagaskiptagluggans.
Samkvæmt Record í Portúgal var hart rifist í fundarherberginu er stjórnarformenn Chelsea reyndu að fá Benfica til að samþykkja tilboð í leikmanninn.
Enzo kostaði Chelsea yfir 100 milljónir punda en hann var valinn efnilegasti leikmaður HM og varð sigurvegari með Argentínu.
Enzo er sjálfur ekki saklaus en hann hótaði að birta myndband af sjálfum sér bauna á stjórn Benfica fyrir að leyfa sér ekki að fara til Englands.
Það fóru margir klukkutímar í að ná samkomulagi um Enzo og var ekki langt frá því að hnefarnir fengu að fljúga.