Það er búið að fella allar kærurnar í garð Mason Greenwood niður og er hann nú laus allra mála, í bili.
Greenwood var ásakaður og ákærður um að ráðast á fyrrum kærustu sína en þessar kærur hafa verið felldar niður.
Samkvæmt enskum miðlum er ólíklegt að Greenwood spili annan leik fyrir Manchester United en hann er þó enn á mála hjá félaginu.
Greint er frá því að Greenwood muni líklega flýja til Kína og ætlar að skrifa undir þar í landi sem næsta skref.
Greenwood var talinn efnilegasti leikmaður Man Utd en hann var handtekinn 2022 og hefur ekki spilað fótbolta í meira en ár.
Um er að ræða 21 árs gamlan framherja sem gæti þénað vel ef hann ákveður að færa sig yfir til Asíu.