Everton 1 – 0 Arsenal
1-0 James Tarkowski(’60)
Arsenal tapaði óvænt í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið spilaði við Everton á útivelli.
Arsenal hefur verið besta lið deildarinnar hingað til en lá gegn Everton sem er í fallbaráttu og hefur ekki spilað vel í vetur.
Sean Dyche er þó tekinn við Everton og gæti vel verið að gengi liðsins muni breytast á næstu mánuðum.
Það var fyrrum lærisveinn Dyche hjá Burnley, James Tarkowski, sem reyndist hetjan í dag en hann gerði sigurmark heimamanna.
Arsenal spilaði alls ekki vel í þessum leik en situr enn á toppnum og er með fimm stiga forystu.