Darwin Nunez, leikmaður Liverpool, viðurkennir að hann sé ekki að spila vel hjá félaginu eftir komu frá Benfica í sumar.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gaf það út á dögunum að hann vildi sjá meira frá Nunez sem er ansi villtur á velli.
Nunez veit sjálfur að hann geti gert mun betur og lofar stuðningsmönnum að hann sé að bæta sig á hverjum degi.
Nunez hefur til þessa skorað 10 mörk í 25 leikjum í öllum keppnum.
,,Ég held að hann vilji það sem hann sá mig gera hjá Benfica. Eins og leikirnir gegn Liverpool í fyrra, þar spilaði ég mjög vel,“ sagði Nunez.
,,Ég tel ekki að ég sé að spila mjög vel í dag en ég vil líka bæta mig og á hverjum degi. Klopp veit að minn styrkur er hraðinn og að komast í svæðin.“
,,Hann segir mér líka að ég þurfi að vera rólegri á velli og að ég þurfi að hreyfa mig meira.“