William Carvalho, leikmaður Real Betis, fékk að líta rautt spjald í vikunni er liðið spilaði við Barcelona.
Carvalho er miðjumaður Betis en hann fékk rautt spjald eftir lokaflautið sem vakti athygli.
Nú er komið í ljós af hverju Carvalho fékk spjaldið en hann baunaði á dómara leiksins sem átti umdeildan leik.
Betis tapaði leiknum 2-1 á heimavelli en Robert Lewandowski og Raphinha tryggðu gestunum sigur.
,,Þú ert til skammar, þetta er til skammar. Þú ert ömurlegur dómari,“ sagði Carvalho og fékk að launum rautt spjald.
Þetta minnir á atvik fyrr á tímabilinu er Gerard Pique, þá leikmaður Barcelona, fékk rautt fyrir svipað atvik.