fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

„Ég get skilið af hverju fólk telur að við séum klikkuð“

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 3. febrúar 2023 08:49

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Graham Potter, stjóri Chelsea, segist skilja umræðuna um að félagið hafi eytt og miklu á félagaskiptamarkaðnum í janúar.

Chelsea keypti átta leikmenn fyrir vel ríflega 300 milljónir punda í janúar. Menn á borð við Mykhailo Mudryk, fyrir 88 milljónir punda, og Enzo Fernandez, á 107 milljónir punda, mættu til félagsins.

„Ég get skilið að það sé talað um að yfirbjóða en öll félagaskipti eru áhætta,“ segir Potter.

Hann talar vel um Enzo, sem kom til Chelsea frá Benfica á lokadegi félagaskiptagluggans.

„Hann er enn ungur og var að koma til landsins. Ég hef talað við hann. Ég tala ekki mjög góða spænsku og hann ekki mjög góða ensku. Við þurftum því túlk. Þetta kemur samt allt saman,“ segir Potter.

„Þú þarft að aðlagast félaginu. Við munum hjálpa honum með það og persónuleiki hans er á þann veg að ég hef engar áhyggjur af honum.

Þetta er leikmaður með stóran persónuleika. Hann lék á miðjunni í liði Argentínu sem varð heimsmeistari. Kostir hans geta hjálpað í hvaða deild sem er, sem og í Meistaradeildinni.“

Sem fyrr segir skilur Potter umræðuna að vissu leyti.

„Ég get skilið af hverju fólk telur að við séum klikkuð. Ég er ósammála því en ég skil það.

Við reyndum að vera skapandi. Við reyndum að fjárfesta í núinu og framtíðinni. Við erum í þeirri stöðu að við viljum halda áfram að bæta okkur. Það eru markmið félagsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United nær munnlegu samkomulagi

United nær munnlegu samkomulagi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing
433Sport
Í gær

Var ekki með í gær eftir að fjögurra ára sonur hans lést mjög óvænt

Var ekki með í gær eftir að fjögurra ára sonur hans lést mjög óvænt