Lúkas Logi Heimisson er genginn í raðir Vals frá Fjölni.
Þessi sóknarsinnaði leikmaður var frábær fyrir Fjölni í Lengjudeildinni síðasta sumar og var nokkuð ljóst að hann færi annað í vetur.
Hinn 19 ára gamli Lúkas skoraði átta mörk í deildinni í fyrra.
Yfirlýsing Vals
Lúkas Logi Heimisson í Val frá Fjölni
Knattspyrnudeild Vals hefur gengið frá kaupum á Lúkasi Loga frá Fjölni. Lúkas sem er 19 ára gamall var á mála hjá Empoli á Ítalíu síðastliðið ár en sneri aftur og spilaði með Fjölni. Lúkas er sóknarmaður og hefur leikið 60 leiki með Fjölni og skorað í þeim 15 mörk. Hann á einnig 6 leiki með ungmennalandsliðum Íslands.
Við bjóðum Lúkas Loga velkominn á Hlíðarenda
Knattspyrnudeild Vals hefur gengið frá kaupum á Lúkasi Loga frá Fjölni.
Við bjóðum Lúkas Loga velkominn á Hlíðarendahttps://t.co/GccoTQ9c9L@bestadeildin @mblsport @VisirSport @Fotboltinet @433_is pic.twitter.com/2RH4GyWgRN
— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) February 1, 2023