Það kom upp skondið atvik á dögunum þegar ítalski knattspyrnublaðamaðurinn Tancredi Palmeri var í beinni að fjalla um félagaskiptamál.
Þá kom hin skoska Natasha Lodge, ásamt kærasta sínum, í mynd og hóf samræður við Palmeri.
Eftir að hún sagðist vera frá Edinborg fóru þau að ræða knattspyrnufélagið Hearts, en hún er mikil stuðningskona félagsins.
Natasha ákvað svo að sýna Palmeri húðflúr. Þar stóð „5-1“ en það er markatalan sem Hearts unnu erkifjendurna í Hibernian með í úrslitaleik skoska bikarsins 2012.
Það vildi þó svo til að það er á brjósti hennar og þurfi blaðamaðurinn að vera fljótur að hylja það fyrir myndavélinni. Úr varð ansi skemmtileg atburðarás.
When a blondie heavy Hearts of Midlothian fan storms into your transfer window live hit and wants to show to whole Italy her pride against Hibernians from the bottom of her heart.
I’d say from the bottom of her boobs pic.twitter.com/GitIo2zwoJ
— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) January 27, 2023
„Ég hef fengið mikið af skilaboðum. Það eru samt mun flieri skemmtileg en ljót, þó þau séu alltaf til staðar,“ segir Natasaha um atvikið.
„Þetta skiptir mig engu máli. Það er bara brjálað að allir séu búnir að sjá eitthvað sem þú gerir úti á götu.“
Palmeri fór með parinu í einn drykk eftir atvikið.