Enska úrvalsdeildarfélagið Bournemouth er að ganga frá kaupum á Fílbeinsstrendingnum Hamed Junior Traoré frá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Sassuolo. Frá þessu greinir félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano í kvöld.
Kaupverðið er talið vera í kringum 26 milljónir punda auk bónusgreiðslna og segir Fabrizio alla pappírsvinnu klára fyrir félagsskiptin, hann hafi einnig samið um kaup og kjör og eigi nú bara eftir að standast læknisskoðun.
Hamed er 22 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður og hefur verið á mála hjá Sassuolo árið 2021. Áður hafði hann verið á mála hjá Empoli.
Þrátt fyrir unga aldur hefur Hamed spilað 111 leiki fyrir aðallið Sassuolo, skorað 18 mörk og gefið 11 stoðsendingar. Þá á hann að baki fjóra A-landsleiki fyrir Fílabeinsströndina.
Bournemouth er nýliði í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili og er þessa stundina í 19. sæti, sem er jafnframt fallsæti, með 17 stig.
Bournemouth are set to sign Hamed Traoré from Sassuolo, confirmed and here we go! Deal in place for €30m package add-ons included. 🚨🔴🍒 #transfers
Personal terms agreed, medical tests booked. Traoré will join Bournemouth on #DeadlineDay. pic.twitter.com/owzD9TOWz7
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 30, 2023