Bandaríski miðjumaðurinn Weston McKennie er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Leeds United á láni frá Juventus. Frá þessu greinir félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano.
Leeds United greiðir Juventus því sem nemur 1.2 milljón evra fyrir að fá McKennie á láni en ákvæði er í samningi félagsliðanna sem gerir Leeds United að kaupa McKennie alfarið að lánssamningnum loknum fyrir því sem nemur 33 milljónum evra.
McKennie er 24 ára gamall en hann gekk til liðs við Juventus sumarið 2021 frá Schalke 04. Þar áður hafði hann spilað með Dallas í Bandaríkjuum og Otterbach.
Hjá Juventus spilaði McKennie 96 leiki, skoraði 13 mörk og gaf fimm stoðsendingar.
Official, confirmed. Weston McKennie joins Leeds United on loan deal from Juventus for €1.2m fee plus €33m buy option clause and add ons. 🚨⚪️🇺🇸 #LUFC
Contract signed, deal completed. pic.twitter.com/E2Byg7HisP
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 30, 2023