fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Arsenal skoðar möguleikann á því að kaupa Jorginho af Chelsea

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 30. janúar 2023 18:45

Jorginho. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal er eitt þeirra fé­laga sem í­hugar nú að gera ítalska miðju­manninn Jorgin­ho, leik­mann Chelsea að leik­manni sínum. Það er David Orn­stein hjá The At­hletic sem greinir frá.

Fé­lags­skipta­glugganum á Eng­landi lýkur annað kvöld og því þurfa fé­lögin að hafa hraðar hendur.

Leik­manna­hópur Arsenal er mjög þunn­skipaður á mið­svæðinu þar sem Thomas Part­ey er að glíma við smá­vægi­leg meiðsli og þá er ekki búist við því að Mohamed Eln­eny leiki meira á tíma­bilinu.

„Arsenal hefur ný lýst yfir á­huga sínum á ítalska lands­liðs­manninum Jorgin­ho. Önnur fé­lög horfa einnig hýru auga til leik­mannsins,“ segir í frétt The At­hletic um málið.

Samningur Jorgin­ho við Chelsea rennur út í sumar og þar með hættir Chelsea á að hann fari á frjálsri sölu frá fé­laginu verði hann ekki seldur næsta sólar­hringinn.

Á meðan þetta á sér stað hefur Chelsea lagt inn ris­a­til­boð, sem hljóðar upp á 105 milljónir punda, í argentínska miðju­manninn Enzo Fernandez. Gangi þau fé­lags­skipti í gegn er ljóst að Jorgin­ho færist aftar í goggunar­röðina á St­am­ford Brid­ge.

„Allar til­raunir Arsenal til þess að næla í Jorgin­ho velta á því hvernig Chelsea gengur að næla í Enzo Fernandez.“

Arsenal hefur undanfarna daga reynt að kaupa miðjumanninn Moises Caicedo frá Brighton en án árangurs.

Jorgin­ho er reynslu­mikill 31 ára gamall miðju­maður sem hefur verið á mála hjá Chelsea síðan árið 2018. Hann gekk til liðs við Chelsea frá Napoli á Ítalíu.

Hjá Chelsea hefur Jorgin­ho unnið Meistara­deild Evrópu, Evrópu­deildina, Heims­meistara­keppni fé­lags­liða og Ofur­bikar Evrópu. Þá var hann árið 2021 valinn besti leik­maður Evrópu í vali UEFA.

Jorgin­ho á að baki 213 leiki í öllum keppnum fyrir Chelsea. Í þeim leikjum hefur hann skorað 29 mörk og gefið 9 stoð­sendingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Sancho elskar lífið hjá Chelsea

Sancho elskar lífið hjá Chelsea
433Sport
Í gær

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“
433Sport
Í gær

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga