Það eru margir steinhissa eftir að hinn 20 ára gamli Miguel Azeez var dæmdur í eins leiks bann af enska knattspyrnusambandinu.
Azeez er á mála hjá Arsenal en hann skrifaði undir lánssamning við Wigan á síðasta ári.
Azeez hefur nú verið dæmdur í eins leiks bann fyrir að fjarlægja blys af vellinum í leik gegn Cardiff.
Azeez vildi koma reyknum sem lengst frá leikmönnum vallarins en var samt sem áður dæmdur í eins leiks bann.
,,Er þetta fáránlegasta bann sögunnar?“ skrifar einn við færsluna sem má sjá hér fyrir neðan.
Hér má sjá atvikið.
This is what Miguel Azeez has been given a one match ban for. Removing a flare from the pitch. Not sure I understand this one.pic.twitter.com/EC8KLPLRkx https://t.co/wLoQ28g4mL
— Hale End Productions (@Balogunner14) January 27, 2023