Chelsea er búið að semja við varnarmanninn Malo Gusto sem mun ganga í raðir félagsins frá Lyon í Frakklandi.
Gusto er efnilegur leikmaður en Chelsea borgar 30 milljónir evra og skrifar hann undir sjö og hálfs árs samning.
Gusto mun ekki ganga í raðir Chelsea í janúar en hann verður áfram hjá Lyon út tímabilið.
Um er að ræða efnilegan bakvörð sem kemur frá Frakklandi og á að baki fimm landsleiki fyrir U21 lið þjóðarinnar.
Chelsea vildi fá leikmanninn strax í sínar raðir en Lyon heimtaði að fá að halda leikmanninum út tímabilið.