Duncan Ferguson tók við sínu fyrsta aðalþjálfarastarfi í gær þegar hann tók við stjórn Forest Green Rovers í ensku C-deildinni.
Ferguson hafði um árabil verið aðstoðarþjálfari Everton og tvisvar tekið við sem stjóri til bráðabirgða.
Hann yfirgaf félagið hins vegar í sumar og er nú kominn með nýtt starf.
Forest Green er mjög umhverfisvænt félag. Til að mynda er allur matur sem seldur er á vellinum vegan.
„Ég hlakka til að prófa. Ég held að ég hafi ekki prófað vegan mat,“ sagði Ferguson um vegan borgarann á vellinum.
„Þetta lítur mjög vel út. Ég hlakka til að prófa einn síðar.“
Aðdáendur voru hissa að sjá þetta og telja ólíklegt að Ferguson myndi gæða sér á vegan mat.
„Það er ekki séns að Duncan Ferguson viti hvað vegan er,“ skrifaði einn á samfélagsmiðla.
„Ég hefði alltaf haldið að Ferguson væri maður sem fengi sér hráa steik,“ skrifaði annar.
Ferguson á verk að vinna hjá Forest Green. Liðið situr á botni C-deildarinnar.