fbpx
Laugardagur 10.júní 2023
433Sport

Ummæli hans um vegan mat vekja upp furðu margra – Fólk er á einu máli

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 27. janúar 2023 12:34

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Duncan Ferguson tók við sínu fyrsta aðalþjálfarastarfi í gær þegar hann tók við stjórn Forest Green Rovers í ensku C-deildinni.

Ferguson hafði um árabil verið aðstoðarþjálfari Everton og tvisvar tekið við sem stjóri til bráðabirgða.

Hann yfirgaf félagið hins vegar í sumar og er nú kominn með nýtt starf.

Forest Green er mjög umhverfisvænt félag. Til að mynda er allur matur sem seldur er á vellinum vegan.

„Ég hlakka til að prófa. Ég held að ég hafi ekki prófað vegan mat,“ sagði Ferguson um vegan borgarann á vellinum.

„Þetta lítur mjög vel út. Ég hlakka til að prófa einn síðar.“

Aðdáendur voru hissa að sjá þetta og telja ólíklegt að Ferguson myndi gæða sér á vegan mat.

„Það er ekki séns að Duncan Ferguson viti hvað vegan er,“ skrifaði einn á samfélagsmiðla.

„Ég hefði alltaf haldið að Ferguson væri maður sem fengi sér hráa steik,“ skrifaði annar.

Ferguson á verk að vinna hjá Forest Green. Liðið situr á botni C-deildarinnar.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liverpool birtir myndband af framkvæmdum við Anfield – Allt að verða klárt

Liverpool birtir myndband af framkvæmdum við Anfield – Allt að verða klárt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Steinþór Freyr fær þungan dóm frá KSÍ – Veðjaði á leik sem hann tók þátt í

Steinþór Freyr fær þungan dóm frá KSÍ – Veðjaði á leik sem hann tók þátt í
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mynd frá Zlatan blaut tuska í andlit leikmanns Manchester United

Mynd frá Zlatan blaut tuska í andlit leikmanns Manchester United
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Aguero opinberar skilaboð á milli sín og Messi á dögunum – Ekki allir áttað sig á þessu

Aguero opinberar skilaboð á milli sín og Messi á dögunum – Ekki allir áttað sig á þessu
433Sport
Í gær

Barnes líklega áfram í úrvalsdeildinni – Hamrarnir leiða kapphlaupið

Barnes líklega áfram í úrvalsdeildinni – Hamrarnir leiða kapphlaupið
433Sport
Í gær

Reynir læddist meðfram veggjum eftir einvígi við Eið Smára og félaga – „Algjörlega hræðilegt og ég veit ekki af hverju ég er að minnast á þetta“

Reynir læddist meðfram veggjum eftir einvígi við Eið Smára og félaga – „Algjörlega hræðilegt og ég veit ekki af hverju ég er að minnast á þetta“