Óprúttnir stuðningsmenn Atletico Madrid gerðust sekir um andstyggilegt athæfi fyrir leik liðsins við erkifjendurna í Real Madrid í gær.
Liðin mættust í spænska bikarnum í gær og vann Real Madrid 3-1 sigur eftir framlengingu.
Einhverjir stuðningsmenn hengdu upp dúkku sem var klædd búningi Vinicius Junior, leikmanni Real, niður af brú í borginni.
Samkvæmt Colin Millar, blaðamanni Mirror, var um nýnasista að ræða.
Hann hefur áður bent á að kynþáttahatarar láti reglulega til skarar skríða gegn Vinicius, sem og aðrir leikmenn.
Vinicius skoraði þriðja mark Real Madrid í gær.
Atlético Madrid's neo-nazi ultra group have hung a doll representing Vinicius from a bridge near Real Madrid's training facilities ahead of tonight's Madrid derby. pic.twitter.com/CBfa3W6tdv
— Colin Millar (@Millar_Colin) January 26, 2023