Manchester City 1 – 0 Arsenal
1-0 Nathan Ake(’64)
Arsenal er úr leik í enska bikarnum og getur nú einbeitt sér enn frekar að ensku úrvalsdeildinni.
Arsenal er topplið úrvalsdeildarinnar með fimm stiga forskot og ætlar sér titilinn í fyrsta sinn síðan 2004.
Manchester City er liðið í öðru sæti deildarinnar og var andstæðingur Arsenal í bikarnum í kvöld.
Það var alls ekki boðið upp á frábæran leik á Etihad en eitt mark var skorað og það gerðu heimamenn.
Nathan Ake, varnarmaður Man City, sá um að tryggja þeim bláklæddu sigurinn með marki í síðari hálfleik.