Tottenham hefur fengið Arnaut Danjuma á láni frá Villarreal. Félagið staðfestir komu hans.
Tottenham mun hafa möguleika á að kaupa leikmanninn svo alfarið næsta sumar.
Sóknarmaðurinn var á leið til Everton og hafði farið í læknisskoðun hjá félaginu. Þá skarst Tottenham hins vegar í leikinn.
Danjuma er fyrsti leikmaðurinn sem Tottenham fær til sín í janúarglugganum.
Hefur kappinn skorað 22 mörk í 51 leik fyrir Villarreal. Hann kom til liðsins frá Bournemouth árið 2021.
✍️ We are pleased to announce the signing of Arnaut Danjuma from Villarreal.
Welcome to Spurs, Arnaut! 💙
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) January 25, 2023