Manchester United-goðsögnin Wayne Rooney og eiginkona hans, Coleen, gáfu syni sínum sautján flöskur af Prime-drykknum í sjö ára afmælisgjöf.
Drykkurinn er gríðarlega vinsæll og er erfitt að nágast hann víða. Hann er framleiddur af Logan Paul og KSI, heimsfrægum Youtube-stjörnum.
Ljóst er að þetta var ekki eina gjöfin sem Coleen og Rooney Kit, syni sínum, en þykir þetta þó fremur athyglisvert.
Prime-æði greip um sig á Íslandi fyrir áramót þegar drykkurinn kom hingað til lands. Raðir af börnum og unglingum mynduðust fyrir utan búðir.
Kit er yngstur af fjórum börnum Wayne og Coleen.
Rooney er í dag aðalþjálfari DC United í MLS-deildinni vestan hafs.